Fótbolti

Olsen: Bendtner var frábær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bendtner í leiknum í kvöld.
Bendtner í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Morten Olsen, þjálfari Dana, hrósaði framherjanum Nicklas Bendtner í hástert eftir leik Danmerkur og Armeníu í kvöld.

Bedntner spilaði allan leikinn í fremstu víglínu Dana í kvöld, en leiknum lauk með 2-1 sigri þeirra rauðklæddu. Bendtner komst þó ekki á blað.

„Ég get ekki annað en hrósað Nicklas Bendtner. Ég veit að ég hef gagnrýnt hann undanfarið, en hann sýndi frábæran móral og var teknískt góður," sagði Olsen við Channel 5 eftir leikinn.

„Vonandi fær hann meiri spiltíma hjá Wolfsburg og þá munum við sjá annan leikmann."

Olsen var ánægður með sigurinn í kvöld.

„Þetta er mikilvægt fyrir okkur öll. Alla Dani. Mér fannst við eiga þetta skilið og ég var ekki einu sinni með rauð-hvítu gleraugun á," sagði Olsen í banastuði í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×