Enski boltinn

Manchester United sótti stig til Sunderland

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mata fagnar marki sínu
Mata fagnar marki sínu Vísir/Getty
Sunderland og Manchester United skildu jöfn 1-1 í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar á leikvangi Ljósins í dag. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Juan Mata kom Manchester United yfir á 17. mínútu úr fyrstu góðu sókn liðsins í leiknum.

Þrettán mínútum síðar jafnaði Jack Rodwell metin með skalla eftir hornspyrnu Seb Larsson og fleiri voru mörkin ekki.

Þetta var fyrsta stig Manchester United sem hefur ekki byrjað eins og stuðningsmenn liðsins vonuðustu eftir þegar Louis van Gaal tók við liðinu.

Leikur gestanna frá Manchester var allt annað en sannfærandi og fékk Sunderland færi til að komast yfir eftir að liðið jafnaði en Manchester United sótti af þunga undir lok leiksins en án árangurs.

Sunderland hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum í upphafi leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×