Þýskalandsmeistarar Bayern München hefja nýja leiktíð með sigri, en þeir lögðu Wolfsburg að velli í upphafsleik þýsku 1. deildarinnar á Allianz-vellinum í kvöld, 2-1.
Thomas Müller kom Bayern yfir á 37. mínútu og í byrjun seinni hálfleiks tvöfaldaði ArjenRobben forskot meistaranna, 2-0.
Króatinn IvicaOlic, fyrrverandi leikmaður Bayern, minnkaði muninn með glæsilegu marki á 52. mínútu, 2-1, en nær komust gestirnir ekki.
Varamaðurinn JuniorMalanda átti þó að jafna metin undir lok leiksins þegar hann fékk eitthvað mesta dauðafæri sem sést hefur í knattspyrnuleik, en honum tókst að skjóta framhjá nánast á marklínu.
Þýsku meistararnir byrja á sigri
Tómas Þór Þórðarson skrifar
