Enski boltinn

Wenger: Giroud getur skorað 25 mörk á tímabilinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oliver Giroud skoraði tvö um helgina.
Oliver Giroud skoraði tvö um helgina. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að samlandi sinn OliverGiroud geti skorað 25 mörk fyrir liðið á leiktíðinni.

Giroud kom af bekknum á móti Everton á laugardaginn og bjargaði stigi fyrir gestina með tveimur mörkum eftir að Everton komst 2-0 yfir í leiknum.

Franski framherjinn skoraði 16 mörk á síðustu leiktíð og þótti standa sig vel, en nú á hann að bæta við ef marka má knattspyrnustjóra félagsins.

„Hann skoraði 16 mörk í úrvalsdeildinni í fyrra og var mjög sannfærandi. Það er aldrei hægt að setja neinum leikmanni takmörk, en mér finnst hann vera að bæta sig á hverju ári og ég útiloka ekki að hann skori 25 mörk,“ segir Wenger á heimasíðu Arsenal.

Wenger ítrekar einnig að hann ætli sér ekki að kaupa annan framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar, sérstaklega ekki eftir fékk AlexisSánchez til liðsins fyrir 33 milljónir punda.

„Við erum með YayaSanogo sem verður mikilvægur, við erum með Giroud, LukasPodolski og Joel Campbell sem getur spilað sem framherji. Svo má ekki gleyma Alexis og Theo Walcott,“ segir Arsene Wenger.


Tengdar fréttir

Arsenal náði stigi á Goodison Park

Everton og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Goodison Park í Liverpool. Everton var 2-0 yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×