Enski boltinn

Tottenham samþykkir tilboð í Dawson

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Michael Dawson hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir Spurs.
Michael Dawson hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir Spurs.
Tottenham samþykkti í gær tilboð Hull City í fyrirliða liðsins, Michael Dawson, en þetta staðfesti Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull.

Hull er þessa dagana að leitast eftir því að styrkja lið sitt fyrir ensku úrvalsdeildina en ásamt því keppir liðið í fyrsta sinn í Evrópudeildinni á tímabilinu. Hjá Hull mun Dawson hitta fyrrum liðsfélaga sína hjá Tottenham, Tom Huddlestone og Jake Livermore.

Eftir að hafa selt Shane Long til Southampton vonast Bruce til þess að ganga frá kaupunum á Dawson og Jordan Rhodes.

„Við vonumst til þess að ganga frá þessu á næstu dögum. Við höfum komist að samkomulagi við Tottenham og vonandi getum við gengið frá þessu á næstu dögum. Málin eru örlítið flóknari með Jordan. Ég hélt að við værum að fara að ganga frá þeim kaupum en skyndilega hætti Blackburn við.“

Talið er að Tottenham muni ganga frá kaupunum á Federico Fazio, argentínska miðverði Sevilla, áður en gengið verður endanlega frá félagsskiptum Dawson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×