Timberlake sló í gegn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2014 16:27 Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. Vísir/Andri Marinó „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Justin Timberlake í lok tónleika hans í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Timberlake spilaði í rúman einn og hálfan tíma við frábærar undirtektir tónleikagesta. Þá voru tónleikarnir sýndir beint á vef Yahoo. GusGus hitaði upp fyrir Timberlake ásamt plötusnúðum DJ Freestyle Steve sem gerði allt vitlaust að sögn blaðamanns Vísis í Kórnum. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og slagarinn My Way með Frank Sinatra hljómaði. Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og sungu tónleikagestir hástöfum með. Í kjölfarið steig nýjasti Íslandsvinurinn á svið við gríðarlegar undirtektir.Endursýning tónleikanna hófst klukkan 22:45. Hér má horfa á tónleikana.Lagalisti frá síðustu tónleikum JT í París á fimmtudagskvöldið.Timberlake hóf leik á laginu Pusher Love Girl en fjölmargir hljóðfæraleikarar og bakraddasöngvarar eru honum til halds og trausts á sviðinu. Að laginu loknu ærðust tónleikagestir og gaf Timberlake sér nægan tíma til þess að virða salinn fyrir sér með lúmskt glott. Í kjölfarið hneigði hann sig. „Er það svona sem okkur líður á Íslandi í kvöld?“ voru fyrstu orð Timberlake til tónleikagesta sem tóku vel í spurningu bandaríska söngvarans. „Komuð þið til að skemmta ykkur í kvöld, eða hvað?“ bætti hann svo við. Í kjölfarið fylgdu svo lögin Gimme what I don't know og slagarinn Rock Your Body. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake síðar á milli laga. Þá hvetur hann tónleikagesti til þess að hrista á sér rassinn auk þess að notast við ljósin á símum sínum og kveikjara.Tónleikagestir á leiðinni í Kórinn í kvöld.Vísir/Andri Marinó„Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Timberlake lauk tónleikunum á slagara sínum Mirrors þar sem undirtektir tónleikagesta voru afar miklar. Bandaríkjamaðurinn gekk svo um sviðið, veifaði til Íslendinga og þakkaði kærlega fyrir sig. „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Timberlake og myndaði hjarta með höndum sínum.Endursýning á tónleikunum hófst hér fyrir skömmu.Stemningin í Kórnum í kvöld var frábær að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu.Vísir/Andri Marinó Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00 Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20 Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
„Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Justin Timberlake í lok tónleika hans í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Timberlake spilaði í rúman einn og hálfan tíma við frábærar undirtektir tónleikagesta. Þá voru tónleikarnir sýndir beint á vef Yahoo. GusGus hitaði upp fyrir Timberlake ásamt plötusnúðum DJ Freestyle Steve sem gerði allt vitlaust að sögn blaðamanns Vísis í Kórnum. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og slagarinn My Way með Frank Sinatra hljómaði. Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og sungu tónleikagestir hástöfum með. Í kjölfarið steig nýjasti Íslandsvinurinn á svið við gríðarlegar undirtektir.Endursýning tónleikanna hófst klukkan 22:45. Hér má horfa á tónleikana.Lagalisti frá síðustu tónleikum JT í París á fimmtudagskvöldið.Timberlake hóf leik á laginu Pusher Love Girl en fjölmargir hljóðfæraleikarar og bakraddasöngvarar eru honum til halds og trausts á sviðinu. Að laginu loknu ærðust tónleikagestir og gaf Timberlake sér nægan tíma til þess að virða salinn fyrir sér með lúmskt glott. Í kjölfarið hneigði hann sig. „Er það svona sem okkur líður á Íslandi í kvöld?“ voru fyrstu orð Timberlake til tónleikagesta sem tóku vel í spurningu bandaríska söngvarans. „Komuð þið til að skemmta ykkur í kvöld, eða hvað?“ bætti hann svo við. Í kjölfarið fylgdu svo lögin Gimme what I don't know og slagarinn Rock Your Body. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake síðar á milli laga. Þá hvetur hann tónleikagesti til þess að hrista á sér rassinn auk þess að notast við ljósin á símum sínum og kveikjara.Tónleikagestir á leiðinni í Kórinn í kvöld.Vísir/Andri Marinó„Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Timberlake lauk tónleikunum á slagara sínum Mirrors þar sem undirtektir tónleikagesta voru afar miklar. Bandaríkjamaðurinn gekk svo um sviðið, veifaði til Íslendinga og þakkaði kærlega fyrir sig. „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Timberlake og myndaði hjarta með höndum sínum.Endursýning á tónleikunum hófst hér fyrir skömmu.Stemningin í Kórnum í kvöld var frábær að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu.Vísir/Andri Marinó
Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00 Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20 Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00
Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20
Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37