Lífið

„Guð minn almáttugur, þetta var sturlað.“

Stefán Árni Pálsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Gunnar
Jón Gunnar visir/KJOÐ
„Þetta voru geggjaðir tónleikar,“ segir Jón Gunnar Geirdal, almannatengill, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld.

Timberlake spilaði hann fyrir framan 17.000 manns og virtust allir skemmta sér vel.

„Ég sá hann í fyrra í London og hann var betri í Reykjavík. Ég sá hann þrjú kvöld í röð í London en hann var alveg geggjaður í kvöld.“

Jón segir að það eina sem vantaði í kvöld hafi verið Jackson lagið.

„Að sjá hann á kassagítarnum og píanóinu og síðan bara enda á Mirrors. Guð minn almáttugur, þetta var sturlað.“


Tengdar fréttir

GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast

Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21.

Sérstakur safabar fyrir Justin

Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake.

Stemningin inni í Kórnum

Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30.

Fólk flykktist á Justin

Ljósmyndari Vísis fylgdist með tónleikagestum mæta á svæðið í dag

Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið

Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið.

Halda mikið upp á Justin Timberlake

Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×