Timberlake sló í gegn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2014 16:27 Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. Vísir/Andri Marinó „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Justin Timberlake í lok tónleika hans í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Timberlake spilaði í rúman einn og hálfan tíma við frábærar undirtektir tónleikagesta. Þá voru tónleikarnir sýndir beint á vef Yahoo. GusGus hitaði upp fyrir Timberlake ásamt plötusnúðum DJ Freestyle Steve sem gerði allt vitlaust að sögn blaðamanns Vísis í Kórnum. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og slagarinn My Way með Frank Sinatra hljómaði. Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og sungu tónleikagestir hástöfum með. Í kjölfarið steig nýjasti Íslandsvinurinn á svið við gríðarlegar undirtektir.Endursýning tónleikanna hófst klukkan 22:45. Hér má horfa á tónleikana.Lagalisti frá síðustu tónleikum JT í París á fimmtudagskvöldið.Timberlake hóf leik á laginu Pusher Love Girl en fjölmargir hljóðfæraleikarar og bakraddasöngvarar eru honum til halds og trausts á sviðinu. Að laginu loknu ærðust tónleikagestir og gaf Timberlake sér nægan tíma til þess að virða salinn fyrir sér með lúmskt glott. Í kjölfarið hneigði hann sig. „Er það svona sem okkur líður á Íslandi í kvöld?“ voru fyrstu orð Timberlake til tónleikagesta sem tóku vel í spurningu bandaríska söngvarans. „Komuð þið til að skemmta ykkur í kvöld, eða hvað?“ bætti hann svo við. Í kjölfarið fylgdu svo lögin Gimme what I don't know og slagarinn Rock Your Body. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake síðar á milli laga. Þá hvetur hann tónleikagesti til þess að hrista á sér rassinn auk þess að notast við ljósin á símum sínum og kveikjara.Tónleikagestir á leiðinni í Kórinn í kvöld.Vísir/Andri Marinó„Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Timberlake lauk tónleikunum á slagara sínum Mirrors þar sem undirtektir tónleikagesta voru afar miklar. Bandaríkjamaðurinn gekk svo um sviðið, veifaði til Íslendinga og þakkaði kærlega fyrir sig. „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Timberlake og myndaði hjarta með höndum sínum.Endursýning á tónleikunum hófst hér fyrir skömmu.Stemningin í Kórnum í kvöld var frábær að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu.Vísir/Andri Marinó Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00 Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20 Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Justin Timberlake í lok tónleika hans í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Timberlake spilaði í rúman einn og hálfan tíma við frábærar undirtektir tónleikagesta. Þá voru tónleikarnir sýndir beint á vef Yahoo. GusGus hitaði upp fyrir Timberlake ásamt plötusnúðum DJ Freestyle Steve sem gerði allt vitlaust að sögn blaðamanns Vísis í Kórnum. Rétt fyrir klukkan 21 voru ljósin slökkt og slagarinn My Way með Frank Sinatra hljómaði. Óhætt er að segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og sungu tónleikagestir hástöfum með. Í kjölfarið steig nýjasti Íslandsvinurinn á svið við gríðarlegar undirtektir.Endursýning tónleikanna hófst klukkan 22:45. Hér má horfa á tónleikana.Lagalisti frá síðustu tónleikum JT í París á fimmtudagskvöldið.Timberlake hóf leik á laginu Pusher Love Girl en fjölmargir hljóðfæraleikarar og bakraddasöngvarar eru honum til halds og trausts á sviðinu. Að laginu loknu ærðust tónleikagestir og gaf Timberlake sér nægan tíma til þess að virða salinn fyrir sér með lúmskt glott. Í kjölfarið hneigði hann sig. „Er það svona sem okkur líður á Íslandi í kvöld?“ voru fyrstu orð Timberlake til tónleikagesta sem tóku vel í spurningu bandaríska söngvarans. „Komuð þið til að skemmta ykkur í kvöld, eða hvað?“ bætti hann svo við. Í kjölfarið fylgdu svo lögin Gimme what I don't know og slagarinn Rock Your Body. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake síðar á milli laga. Þá hvetur hann tónleikagesti til þess að hrista á sér rassinn auk þess að notast við ljósin á símum sínum og kveikjara.Tónleikagestir á leiðinni í Kórinn í kvöld.Vísir/Andri Marinó„Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Timberlake lauk tónleikunum á slagara sínum Mirrors þar sem undirtektir tónleikagesta voru afar miklar. Bandaríkjamaðurinn gekk svo um sviðið, veifaði til Íslendinga og þakkaði kærlega fyrir sig. „Ég elska ykkur svo mikið. Sjáumst síðar,“ sagði Timberlake og myndaði hjarta með höndum sínum.Endursýning á tónleikunum hófst hér fyrir skömmu.Stemningin í Kórnum í kvöld var frábær að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu.Vísir/Andri Marinó
Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00 Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20 Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Allt að verða klárt fyrir Timberlake Öllu hefur nú verið umturnað í Kórnum fyrir tónleika Justins Timberlake. Ekki hefur fengist staðfest hvort eiginkona kappans kemur með honum til landsins. Tónleikarnir sem sýndir verða beint á netinu marka tímamót því eftir þá fer Justin og hans fólk í má 22. ágúst 2014 11:00
Hagnast á beinni útsendingu Justin Timberlake úr Kórnum Samningur Live Nation og Yahoo! um að sýna beint frá tónleikum á hverjum degi mun auka hagnað beggja fyrirtækja. 5. ágúst 2014 15:20
Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum verða í beinni á netinu Tónleikar Justins Timberlake í Kórnum í Kópavogi verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo. Tónleikarnir fara fram þann 24. ágúst næstkomandi og er þetta hluti af samstarfi Live Nation og netrisans Yahoo. 12. júlí 2014 12:37