Bæjarstjórinn í Kópavogi: „Auðvitað tók ég eftir þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2014 15:19 Justin Timberlake og Ármann Kr. Ólafsson. Vísir/Andri Marinó „Auðvitað tók ég eftir þessu. Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi.Líkt og Vísir greindi frá í dag vakti töluverða athygli gesta á tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í gær að bandaríski söngvarinn minntist ítrekað á Reykjavík og Ísland. Hins vegar var aldrei minnst á Kópavog. „Auðvitað vill maður sem bæjarstjóri að íslenskir tónleikagestir séu minntir á að þeir séu í Kópavogi,“ segir Ármann léttur. Hann skilji hins vegar vel að Justin Timberlake upplifi sig í Reykjavík þótt tónleikarnir hafi farið fram í Kópavogi. „Þetta er fín markaðssetning á Íslandi og húsinu,“ segir Ármann sem er stoltur hvernig til tókst við tónleikana. Til að mynda tók aðeins stundarfjórðung að tæma Kórinn að tónleikunum loknum.Justin Timberlake í Kórnum í gær.Vísir/Andri Marinó„Það var allt svo fagmannlegt,“ segir bæjarstjórinn. Hann hafi notið þess að fylgjast með stemningunni hjá tónleikagestum. „Það voru allir staðráðnir í að njóta augnabliksins og það var líka greinilegt að Justin Timberlake vildi líka fá mikið út úr þessu.“ Ármann reiknar með því að í kjölfar tónleikanna verði kaflaskil í tónleikahaldi á Íslandi. „Ég á von á því að fleira tónlistarfólk á hátindi ferilsins sæki Ísland heim. Ekki bara listamenn sem eru að hefja eða ljúka ferli sínum.“ Ármann var að sjálfsögðu á meðal tónleikagesta ásamt fjölskyldu sinni. Hann var nýkominn utan af landi en náði á tónleikana í tæka tíð. Gestir höfðu verið hvattir til að notast við almenningssamgöngur ellegar hjóla eða ganga á tónleikana. En hvernig fór sjálfur bæjarstjórinn á tónleikana?Unnið var hörðum höndum að frágangi í Kórnum í dag.Vísir/Andri Marinó„Það vill þannig til að ég bý ekki langt frá Kórnum. Ég fékk far með kunningja mínum upp eftir og gekk svo heim,“ segir Ármann. Hann hafi aldrei séð fleiri á göngustígunum í Kópavogi og þar hafi eflaust skipt máli hve veður var gott. Ármann viðurkennir að hann sé ekki harðasti aðdáandi Timberlake. Hann sé hins vegar týpan sem hlusti á hans vinsælustu lög. „Ég þekkti ekkert öll lögin,“ segir Ármann sem dáist að söngvaranum hæfileikaríka. „Þessi strákur hefur vakið athygli mína fyrir svo margt. Þessi lög sem ég hef svo hlustað á eru alveg frábær.“ Ármann segist upplifa mjög sterkt hjá Justin Timberlake hversu mikil skírskotun sé til Michael Jackson. „Þetta er algjör snillingur. Það er greinilegt.“ Tengdar fréttir Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32 Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17 Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05 Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42 Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
„Auðvitað tók ég eftir þessu. Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi.Líkt og Vísir greindi frá í dag vakti töluverða athygli gesta á tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í gær að bandaríski söngvarinn minntist ítrekað á Reykjavík og Ísland. Hins vegar var aldrei minnst á Kópavog. „Auðvitað vill maður sem bæjarstjóri að íslenskir tónleikagestir séu minntir á að þeir séu í Kópavogi,“ segir Ármann léttur. Hann skilji hins vegar vel að Justin Timberlake upplifi sig í Reykjavík þótt tónleikarnir hafi farið fram í Kópavogi. „Þetta er fín markaðssetning á Íslandi og húsinu,“ segir Ármann sem er stoltur hvernig til tókst við tónleikana. Til að mynda tók aðeins stundarfjórðung að tæma Kórinn að tónleikunum loknum.Justin Timberlake í Kórnum í gær.Vísir/Andri Marinó„Það var allt svo fagmannlegt,“ segir bæjarstjórinn. Hann hafi notið þess að fylgjast með stemningunni hjá tónleikagestum. „Það voru allir staðráðnir í að njóta augnabliksins og það var líka greinilegt að Justin Timberlake vildi líka fá mikið út úr þessu.“ Ármann reiknar með því að í kjölfar tónleikanna verði kaflaskil í tónleikahaldi á Íslandi. „Ég á von á því að fleira tónlistarfólk á hátindi ferilsins sæki Ísland heim. Ekki bara listamenn sem eru að hefja eða ljúka ferli sínum.“ Ármann var að sjálfsögðu á meðal tónleikagesta ásamt fjölskyldu sinni. Hann var nýkominn utan af landi en náði á tónleikana í tæka tíð. Gestir höfðu verið hvattir til að notast við almenningssamgöngur ellegar hjóla eða ganga á tónleikana. En hvernig fór sjálfur bæjarstjórinn á tónleikana?Unnið var hörðum höndum að frágangi í Kórnum í dag.Vísir/Andri Marinó„Það vill þannig til að ég bý ekki langt frá Kórnum. Ég fékk far með kunningja mínum upp eftir og gekk svo heim,“ segir Ármann. Hann hafi aldrei séð fleiri á göngustígunum í Kópavogi og þar hafi eflaust skipt máli hve veður var gott. Ármann viðurkennir að hann sé ekki harðasti aðdáandi Timberlake. Hann sé hins vegar týpan sem hlusti á hans vinsælustu lög. „Ég þekkti ekkert öll lögin,“ segir Ármann sem dáist að söngvaranum hæfileikaríka. „Þessi strákur hefur vakið athygli mína fyrir svo margt. Þessi lög sem ég hef svo hlustað á eru alveg frábær.“ Ármann segist upplifa mjög sterkt hjá Justin Timberlake hversu mikil skírskotun sé til Michael Jackson. „Þetta er algjör snillingur. Það er greinilegt.“
Tengdar fréttir Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32 Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17 Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05 Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42 Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32
Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17
Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05
Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42
Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13