Enski boltinn

Dawson nýjasti liðsmaður Hull City

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Michael Dawson við undirskrift.
Michael Dawson við undirskrift. Mynd/Twitter-síða Hull City
Enski miðvörðurinn Michael Dawson skrifaði í dag undir þriggja ára samning hjá Hull City Tigers í ensku úrvalsdeildinni.

Dawson hefur verið orðaður við Hull undanfarnar vikur en Mauricio Pochettino var tilbúinn að leyfa honum að fara en Tottenham er við það að ganga frá kaupunum á Federico Fazio í hans stað.

Dawson er þriðji enski leikmaðurinn sem Steve Bruce kaupir frá Tottenham á einu ári en hjá Hull hittir Dawson fyrir fyrrum liðsfélaga sína frá Tottenham í Tom Huddlestone og Jake Livermore.

Dawson gæti farið beint inn í byrjunarlið Hull um helgina en miðvörður liðsins, James Chester, fékk rautt spjald í leik liðsins gegn Stoke um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×