Þöggunartilraunir lýsa vanþekkingu og skilningsleysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 14:16 VÍSIR/PJETUR Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni í nýrri ályktun á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum í því augnamiði að torvelda umfjöllun um það sem efst er á baugi hverju sinni. Ályktunin var samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélags Íslands í dag. Samþykktin kemur í kjölfar frétta af breytingum á eignarhaldi DV og yfirlýsingum Björns Leifssonar um að vilja bola burt núverandi ritstjóra blaðsins, Reyni Traustasyni.Aðalfundur hluthafafélags DV hefst núna klukkan 15. þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins. Með nýrri stjórn er hægt að ráða nýjan framkvæmdastjóra félagsins og þar með nýjan ritstjóra. Stjórn Blaðamannafélagsins segir slíkar tilraunir lýsa mikilli vanþekkingu og skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla í samfélögum nútímans sem byggja á lýðræðislegum grunngildum og rétti almennings til að hafa ávallt sem réttastar og bestar upplýsingar. „Leyndin þjónar eingöngu hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela og er gróðrarstía spillingar svo sem nýleg dæmi úr íslenskri samtímasögu sýna því miður svo skírt. Blaðamenn og ritstjórnir fjölmiðla munu standa vörð um rétt almennings til upplýsinga hér eftir sem hingað til og hvika hvergi í þeim efnum," segir í ályktuninni. Jafnframt hvetur stjórn Blaðamannafélagsins eigendur fjölmiðla til þess að vera meðvitaðir um það mikilvæga hlutverk sem fjölmiðlar gegna í samfélaginu og þá ábyrgð sem því fylgir að eiga fjölmiðil og skapa starfsfólki hans skilyrði til að sinna hlutverki sínu með trúverðugum hætti. Það er verðmætasta eign hvers fjölmiðils. Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni í nýrri ályktun á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum í því augnamiði að torvelda umfjöllun um það sem efst er á baugi hverju sinni. Ályktunin var samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélags Íslands í dag. Samþykktin kemur í kjölfar frétta af breytingum á eignarhaldi DV og yfirlýsingum Björns Leifssonar um að vilja bola burt núverandi ritstjóra blaðsins, Reyni Traustasyni.Aðalfundur hluthafafélags DV hefst núna klukkan 15. þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins. Með nýrri stjórn er hægt að ráða nýjan framkvæmdastjóra félagsins og þar með nýjan ritstjóra. Stjórn Blaðamannafélagsins segir slíkar tilraunir lýsa mikilli vanþekkingu og skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla í samfélögum nútímans sem byggja á lýðræðislegum grunngildum og rétti almennings til að hafa ávallt sem réttastar og bestar upplýsingar. „Leyndin þjónar eingöngu hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela og er gróðrarstía spillingar svo sem nýleg dæmi úr íslenskri samtímasögu sýna því miður svo skírt. Blaðamenn og ritstjórnir fjölmiðla munu standa vörð um rétt almennings til upplýsinga hér eftir sem hingað til og hvika hvergi í þeim efnum," segir í ályktuninni. Jafnframt hvetur stjórn Blaðamannafélagsins eigendur fjölmiðla til þess að vera meðvitaðir um það mikilvæga hlutverk sem fjölmiðlar gegna í samfélaginu og þá ábyrgð sem því fylgir að eiga fjölmiðil og skapa starfsfólki hans skilyrði til að sinna hlutverki sínu með trúverðugum hætti. Það er verðmætasta eign hvers fjölmiðils.
Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22
Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00
Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27