Þöggunartilraunir lýsa vanþekkingu og skilningsleysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 14:16 VÍSIR/PJETUR Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni í nýrri ályktun á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum í því augnamiði að torvelda umfjöllun um það sem efst er á baugi hverju sinni. Ályktunin var samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélags Íslands í dag. Samþykktin kemur í kjölfar frétta af breytingum á eignarhaldi DV og yfirlýsingum Björns Leifssonar um að vilja bola burt núverandi ritstjóra blaðsins, Reyni Traustasyni.Aðalfundur hluthafafélags DV hefst núna klukkan 15. þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins. Með nýrri stjórn er hægt að ráða nýjan framkvæmdastjóra félagsins og þar með nýjan ritstjóra. Stjórn Blaðamannafélagsins segir slíkar tilraunir lýsa mikilli vanþekkingu og skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla í samfélögum nútímans sem byggja á lýðræðislegum grunngildum og rétti almennings til að hafa ávallt sem réttastar og bestar upplýsingar. „Leyndin þjónar eingöngu hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela og er gróðrarstía spillingar svo sem nýleg dæmi úr íslenskri samtímasögu sýna því miður svo skírt. Blaðamenn og ritstjórnir fjölmiðla munu standa vörð um rétt almennings til upplýsinga hér eftir sem hingað til og hvika hvergi í þeim efnum," segir í ályktuninni. Jafnframt hvetur stjórn Blaðamannafélagsins eigendur fjölmiðla til þess að vera meðvitaðir um það mikilvæga hlutverk sem fjölmiðlar gegna í samfélaginu og þá ábyrgð sem því fylgir að eiga fjölmiðil og skapa starfsfólki hans skilyrði til að sinna hlutverki sínu með trúverðugum hætti. Það er verðmætasta eign hvers fjölmiðils. Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir yfir furðu sinni í nýrri ályktun á að fjársterkir einstaklingar reyni að hafa áhrif á eignarhald á fjölmiðlum í því augnamiði að torvelda umfjöllun um það sem efst er á baugi hverju sinni. Ályktunin var samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélags Íslands í dag. Samþykktin kemur í kjölfar frétta af breytingum á eignarhaldi DV og yfirlýsingum Björns Leifssonar um að vilja bola burt núverandi ritstjóra blaðsins, Reyni Traustasyni.Aðalfundur hluthafafélags DV hefst núna klukkan 15. þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins. Með nýrri stjórn er hægt að ráða nýjan framkvæmdastjóra félagsins og þar með nýjan ritstjóra. Stjórn Blaðamannafélagsins segir slíkar tilraunir lýsa mikilli vanþekkingu og skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla í samfélögum nútímans sem byggja á lýðræðislegum grunngildum og rétti almennings til að hafa ávallt sem réttastar og bestar upplýsingar. „Leyndin þjónar eingöngu hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela og er gróðrarstía spillingar svo sem nýleg dæmi úr íslenskri samtímasögu sýna því miður svo skírt. Blaðamenn og ritstjórnir fjölmiðla munu standa vörð um rétt almennings til upplýsinga hér eftir sem hingað til og hvika hvergi í þeim efnum," segir í ályktuninni. Jafnframt hvetur stjórn Blaðamannafélagsins eigendur fjölmiðla til þess að vera meðvitaðir um það mikilvæga hlutverk sem fjölmiðlar gegna í samfélaginu og þá ábyrgð sem því fylgir að eiga fjölmiðil og skapa starfsfólki hans skilyrði til að sinna hlutverki sínu með trúverðugum hætti. Það er verðmætasta eign hvers fjölmiðils.
Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22
Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00
Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27