Innlent

Færeyingarnir fá að fara í land og njóta íslenskrar gestrisni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Færeyska skipið og Ásgrímur Ásgrímsson.
Færeyska skipið og Ásgrímur Ásgrímsson. Vísir/Anton/Almannavarnir
„Það hefur alltaf legið fyrir að skipið fengi að koma hingað til hafnar þar sem það þarf á aðstoð að halda vegna vélabilunar. Það fær að sjálfsögðu þá þjónustu hér á landi til þess að það komist aftur úr höfn og til þess áfangastaðar sem það hyggst fara eftir komu hingað,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar í samtali við Bylgjuna.

Færeyingar hafa verið ósáttir við þá þjónustu eða öllu heldur þann skort á þjónustu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í Reykjavíkurhöfn. Bilunar varð vart í vél skipsins við makrílveiðar í grænlenskri fiskveiðilögsögu í gær. Var því óskað eftir því að fá að koma í höfn í Reykjavík. Skipverji færeyska skipsins ritaði pistil á færeyska fréttasíðu þar sem hann bölvaði Íslendingum og gestrisni þeirra.

„Það hefur alltaf legið fyrir að skipið fengi að koma hingað til hafnar þar sem það þarf á aðstoð að halda vegna vélabilunar. Það fær að sjálfsögðu þá þjónustu hér á landi til þess að það komist aftur úr höfn og til þess áfangastaðar sem það hyggst fara eftir komu hingað,“ segir Ásgrímur. Hann segir að um stjórnvaldslega ákvörðun sé að ræða varðandi þessar fiskveiðar. Lögin hafi verið tilkynnt skipverjum í gær. Það sé hins vegar alþjóðlegur réttur skipa að fá að leita til hafna ef um vandræði eða neyð er að ræða.

Unnið er að viðgerð skipsins og reiknar Ásgrímur ekki með öðru en að Færeyingarnir haldi brosandi áleiðis á næsta áfangastað.

„Þeir fara glaðir og þeir hafa að sjálfsögðu heimild til að fara hér í land, áhöfnin sem slík, og njóta íslenskrar gestrisni.“


Tengdar fréttir

„Ótrúlega aum framkoma við Færeyinga“

Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er afar ósáttur við þá staðreynd að skipverjar á færeyska skipingu Nærabergi fái ekki olíu, vatn og vistir í Reykjavík.

Færeyingar alltaf velkomnir í Hornafjarðarhöfn

"Hér kom færeyskur línuveiðari inn í dag og fékk hann þá þjónustu sem hann óskaði eftir, eins og þeir Færeysku fiskibátar sem hafa komið hingað í áranna rás.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×