„Ótrúlega aum framkoma við Færeyinga“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 13:32 Jón Bjarnason. Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er afar ósáttur við þá staðreynd að skipverjar á færeyska skipingu Nærabergi fái ekki olíu, vatn og vistir í Reykjavík. Skipið er í Reykjavíkurhöfn þar sem leyfi hefur fengist til að gera við vél þess. Vélarbilun varð vart er skipið var á leið með makrílafla sinn út úr grænlenskri lögsögu í gær. Jón segir ástæðu þess að Færeyingar fái ekki meiri aðstoð en raun ber vitni þá að Íslendingar standi í deilum við Færeyinga. „Mér finnst þetta óheyrileg framkoma gangvart vinaþjóðinni Færeyingum þótt heimilt sé að beita slíkum aðgerðum gegn skipum frá öðrum löndum, þegar veitt er úr fiskistofnum sem ósamið er um,“ segir Jón í grein á heimasíðu sinni. „Samningarnir um makríl hafa strandað á frekju og furðulegri afstöðu ESB til makrílveiða og rétti strandríkja í þeim efnum. ESB hefur beitt Færeyinga rakalausum og miskunnarlausum þvingunaraðgerðum og háværar hótanir hafðar uppi gagnvart Íslendingum. Þær hafa hvorki verið afturkallaðar né beðist afsökunar á. Nýjustu mælingar á magni og útbreiðslu makríl sýna að hann hefur sótt fram á nýjum beitilöndum langt norður og vestur í höf allt í kringum suðurodda Grænlands. Magnið í íslenskri lögsögu er meir en nokkru sinni og sama í hafinu í kringum Grænland,“ segir Jón. Ráðherrann fyrrverandi segir að forsendur ESB og Norðmanna um að þeir ættu allan makríls, hvar sem hann veidiist, séu löngu brostnar og aldrei verið fyrir hendi. Sem betur fer hafi Íslendingar ekki gengið í gildu ESB síðastliðinn vetur að semja aðeins um tólf prósenta hlutdeild. „Færeyingum var nauðugur einn kostur að semja vegna viðskiptabanns ESB á útflutning þeirra sem fyrir Færeyinga voru hrein hryðjuverk. Af einhverri óskiljanlegri linkind þorðu Íslendingar ekki að standa með Færeyingum að fulliu í stríðinu við ESB. Ég hefði lagt til i þeirri stöðu að Íslendingar Færeyingar og Grænlendingar gerðu samkomulag innbyrðis vegna makrílsins.“ Minnir Jón á þá aðstoð sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. „Færeyingar voru þeir fyrstu sem veittu okkur stuðning þegar allar bankalínur voru lokaðar í upphafi hrunsins, þvert á aðgerðir annarra Norðurlanda og ESB ríkja. Að meina skipum frá þessu vinaríki okkar, Færeyjum um þjónustu þó svo ósamið sé um makrílinn er mjög litilmannlegt og okkur til mikils vansa. Kannski eigum við ekki hvað síst Færeyingum það að þakka að ekki var gengið inn í þá smánarlegu samningu sem Íslendingum stóð til boða síðastliðinn vetur.“ Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er afar ósáttur við þá staðreynd að skipverjar á færeyska skipingu Nærabergi fái ekki olíu, vatn og vistir í Reykjavík. Skipið er í Reykjavíkurhöfn þar sem leyfi hefur fengist til að gera við vél þess. Vélarbilun varð vart er skipið var á leið með makrílafla sinn út úr grænlenskri lögsögu í gær. Jón segir ástæðu þess að Færeyingar fái ekki meiri aðstoð en raun ber vitni þá að Íslendingar standi í deilum við Færeyinga. „Mér finnst þetta óheyrileg framkoma gangvart vinaþjóðinni Færeyingum þótt heimilt sé að beita slíkum aðgerðum gegn skipum frá öðrum löndum, þegar veitt er úr fiskistofnum sem ósamið er um,“ segir Jón í grein á heimasíðu sinni. „Samningarnir um makríl hafa strandað á frekju og furðulegri afstöðu ESB til makrílveiða og rétti strandríkja í þeim efnum. ESB hefur beitt Færeyinga rakalausum og miskunnarlausum þvingunaraðgerðum og háværar hótanir hafðar uppi gagnvart Íslendingum. Þær hafa hvorki verið afturkallaðar né beðist afsökunar á. Nýjustu mælingar á magni og útbreiðslu makríl sýna að hann hefur sótt fram á nýjum beitilöndum langt norður og vestur í höf allt í kringum suðurodda Grænlands. Magnið í íslenskri lögsögu er meir en nokkru sinni og sama í hafinu í kringum Grænland,“ segir Jón. Ráðherrann fyrrverandi segir að forsendur ESB og Norðmanna um að þeir ættu allan makríls, hvar sem hann veidiist, séu löngu brostnar og aldrei verið fyrir hendi. Sem betur fer hafi Íslendingar ekki gengið í gildu ESB síðastliðinn vetur að semja aðeins um tólf prósenta hlutdeild. „Færeyingum var nauðugur einn kostur að semja vegna viðskiptabanns ESB á útflutning þeirra sem fyrir Færeyinga voru hrein hryðjuverk. Af einhverri óskiljanlegri linkind þorðu Íslendingar ekki að standa með Færeyingum að fulliu í stríðinu við ESB. Ég hefði lagt til i þeirri stöðu að Íslendingar Færeyingar og Grænlendingar gerðu samkomulag innbyrðis vegna makrílsins.“ Minnir Jón á þá aðstoð sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. „Færeyingar voru þeir fyrstu sem veittu okkur stuðning þegar allar bankalínur voru lokaðar í upphafi hrunsins, þvert á aðgerðir annarra Norðurlanda og ESB ríkja. Að meina skipum frá þessu vinaríki okkar, Færeyjum um þjónustu þó svo ósamið sé um makrílinn er mjög litilmannlegt og okkur til mikils vansa. Kannski eigum við ekki hvað síst Færeyingum það að þakka að ekki var gengið inn í þá smánarlegu samningu sem Íslendingum stóð til boða síðastliðinn vetur.“
Tengdar fréttir 34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
34 Færeyingar fá ekki aðstoð í Reykjavíkurhöfn: „Skammist ykkar Íslendingar!“ "Þetta eru þakkirnar fyrir milljónirnar sem við veittum þeim í neyðarhjálp,“ segir Egil Petersen skipverji á færeyska makrílveiðiskipinu Nærabergi sem ekki fær þjónustu við Reykjavíkurhöfn. 29. ágúst 2014 13:19