Erlent

38 létust í flugslysi í Íran

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Lítil farþegaflugvél fórst skömmu eftir flugtak í höfuðborg Íran í morgun. Um er að ræða innanlandsflug og létust 39 farþegar og níu til viðbótar slösuðust. Fjöldi flugslysa verður í Íran á hverju ári og segir AP fréttaveitan að það sé vegna gamalla flugvéla og slæms viðhalds.

Misvísandi sögum fer þó af fjölda látinna. AP fréttaveitan segir 39 manns og BBC segir 48.

Flestar flugvélar landsins voru keyptar fyrir byltinguna árið 1979. Alþjóðlegt viðskiptabann var þá sett á landið, eftir að 52 Bandaríkjamönnum var haldið í gíslingu í 444 daga. Varahlutir í vélarnar eru ekki framleiddir af framleiðendum vélanna.

Síðustu 25 ára hafa orðið yfir tvö þúsund manns dáið í yfir tvö hundruð flugslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×