Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslag í Rússlandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Sigurðsson og félagar hafa gert jafntefli í báðum leikjum sínum í rússnesku úrvalsdeildinni.
Ragnar Sigurðsson og félagar hafa gert jafntefli í báðum leikjum sínum í rússnesku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty
FC Ural og FC Krasnodar skildu jöfn með einu marki gegn einu í Íslendingaslag í 2. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Ural og lék allan leikinn, líkt og Ragnar Sigurðsson hjá Krasnodar.

Brasilíumaðurinn Joãozinho kom Krasnodar yfir með marki úr vítaspyrnu á 19. mínútu, en Sambíumaðurinn Chisamba Lungu jafnaði metin á 59. mínútu og þar við sat.

Krasnodar situr í 9. sæti með tvö stig, en Ural í því 11. með eitt stig.

Fyrr í dag vann Spartak Dinamo með tveimur mörkum gegn einu í Moskvuslag. Jano Ananidze og Artem Dzyuba skoruðu mörk Spartak, en Aleksandr Kokorin mark Dinamo.

Spartak situr í öðru sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og CSKA Moskva og Zenit Pétursborg sem situr í toppsætinu á markatölu, en lærisveinar Andre Villas-Boas unnu risasigur á Torpedo Moskvu með átta mörkum gegn einu í gær.


Tengdar fréttir

Sölvi í byrjunarliðinu

Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í vörn Ural sem tapaði fyrir Mordovya í fyrstu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×