Fótbolti

Sölvi í byrjunarliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sölvi lék allan leikinn fyrir Ural.
Sölvi lék allan leikinn fyrir Ural. Vísir/Arnþór
Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í vörn Ural sem tapaði fyrir Mordovya í fyrstu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag.

Edgar Manucharyan kom Ural yfir með marki úr vítaspyrnu á 6. mínútu, en Hollendingurinn Mitchell Donald jafnaði leikinn aðeins sex mínútum seinna.

Oleg Vlasov kom Mordovya yfir á lokamínútu fyrri hálfleik og á 73. mínútu jók Evgeni Lutsenko muninn í 3-1.

Konstantin Yaroshenko náði að minnka muninn áður en yfir leik, en það dugði ekki til. Lokastaðan 3-2, Mordovya í vil.

Spartak Moskva vann stórsigur á Rubin Kazan með fjórum mörkum gegn engu í opnunarleik deildarinnar sem fór fram í gær.

Artem Dzyuba (2), Denis Glushakov og Lucas Barrios skoruðu mörk Spartak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×