Norður-Kórea eins og þú hefur aldrei séð hana áður Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2014 13:26 Iðandi líf í neðanjarðarlest í höfuðborginni. Mynd/skjáskot Það má með sanni segja að Norður-Kórea sé eitt einangraðasta land heims og hefur það löngum vakið áhuga forvitinna ferðamanna. Talið er að einungis um fjögur til sex þúsund ferðamenn fái að sækja landið heim á ári hverju og norður-kóresk stjórnvöld takmarka gífurlega allt upplýsingaflæði til og frá landinu. Tveir kvikmyndagerðarmenn, JT Singh og Rob Whitworth, fengu einstakt tækifæri til að mynda daglegt líf í höfuðborginni Pjongjang og birtu þeir afrakstur vinnu sinnar á netinu í vikunni. Myndbandið má sjá hér neðst í fréttinni. Myndina gerðu þeir í samstarfi við helstu ferðaskrifstofu Norður-Kóreu, Koryo Group, og fengu þeir ströng fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki fanga á filmu. Til að mynda var kvikmyndagerðarmönnunum óheimilt að mynda byggingasvæði og starfsmenn Norður-Kóreska hersins en þeir bera þó ferðaskrifstofunni vel söguna. „Þökk sé víðtækri reynslu þeirra af umsjón með ferðaþjónustu Norður-Kóreu frá árinu 1993 fengum við áður óþekkt aðgengi að Pjongjang. Við erum þakklátir starfsmönnum Koryo fyrir ógleymanlega upplifun,“ segir í kynningarefni myndbandsins. Þeir taka þó fram að þeir séu engir sérstakir stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda þrátt fyrir að samstarfið þeirra við fulltrúa stjórnarflokksins hafi verið gott. Myndskeiðið hér að neðan er töfrum líkast og veitir áhugaverða en jafnframt lifandi innsýn í heim sem fáir fá að kynnast af fyrstu hendi. Rétt er þó að taka fram að lífsgæði íbúa höfuðborgarinnar eru ívið meiri en líf annarra íbúa Norður-Kóreu og því mætti færa rök fyrir því að myndskeiðið birti glansmynd af daglegu lífi hins „venjulega“ Norður-Kóreubúa. Landið hefur þó opnast mikið fyrir erlendum menningarstraumum á liðnum árum og færist landið æ meira inn í framtíðina. Farsímaeign landsmanna hefur stóraukist, túristum fjölgar með hverju árinu og eru norður-kóreskir íþróttagarpar jafnvel farnir að hlaupa maraþon sér til ánægju og yndisauka. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Það má með sanni segja að Norður-Kórea sé eitt einangraðasta land heims og hefur það löngum vakið áhuga forvitinna ferðamanna. Talið er að einungis um fjögur til sex þúsund ferðamenn fái að sækja landið heim á ári hverju og norður-kóresk stjórnvöld takmarka gífurlega allt upplýsingaflæði til og frá landinu. Tveir kvikmyndagerðarmenn, JT Singh og Rob Whitworth, fengu einstakt tækifæri til að mynda daglegt líf í höfuðborginni Pjongjang og birtu þeir afrakstur vinnu sinnar á netinu í vikunni. Myndbandið má sjá hér neðst í fréttinni. Myndina gerðu þeir í samstarfi við helstu ferðaskrifstofu Norður-Kóreu, Koryo Group, og fengu þeir ströng fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki fanga á filmu. Til að mynda var kvikmyndagerðarmönnunum óheimilt að mynda byggingasvæði og starfsmenn Norður-Kóreska hersins en þeir bera þó ferðaskrifstofunni vel söguna. „Þökk sé víðtækri reynslu þeirra af umsjón með ferðaþjónustu Norður-Kóreu frá árinu 1993 fengum við áður óþekkt aðgengi að Pjongjang. Við erum þakklátir starfsmönnum Koryo fyrir ógleymanlega upplifun,“ segir í kynningarefni myndbandsins. Þeir taka þó fram að þeir séu engir sérstakir stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda þrátt fyrir að samstarfið þeirra við fulltrúa stjórnarflokksins hafi verið gott. Myndskeiðið hér að neðan er töfrum líkast og veitir áhugaverða en jafnframt lifandi innsýn í heim sem fáir fá að kynnast af fyrstu hendi. Rétt er þó að taka fram að lífsgæði íbúa höfuðborgarinnar eru ívið meiri en líf annarra íbúa Norður-Kóreu og því mætti færa rök fyrir því að myndskeiðið birti glansmynd af daglegu lífi hins „venjulega“ Norður-Kóreubúa. Landið hefur þó opnast mikið fyrir erlendum menningarstraumum á liðnum árum og færist landið æ meira inn í framtíðina. Farsímaeign landsmanna hefur stóraukist, túristum fjölgar með hverju árinu og eru norður-kóreskir íþróttagarpar jafnvel farnir að hlaupa maraþon sér til ánægju og yndisauka.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira