Erlent

Þúsund manns flýja heimili sín daglega

Birta Björnsdóttir skrifar
Talsmaður öryggis og varnarmála í Úkraínu sagði í dag úkraínuher vera afar nálægt því að ná borginni Donetsk aftur á sitt vald en herinn stóð fyrir öflugum árásum á borgina alla helgina.

Öryggisfangelsi í Donetsk var meðal þess sem skemmdist mikið í árásunum og náðu um eitthundrað fangar að flýja, menn sem flestir sátu inni á sérstakri öryggisdeild, sakfelldir fyrir morð og nauðganir. Tekist hefur að hafa hendur í hári einhverra þeirra í dag.

Það má segja að uppgangur aðskilnaðarsinna í Úkraínu hafi hafist fyrir alvöru eftir að Rússar tóku yfir Krímskaga fyrr á árinu.

Aðskilnaðarsinnarnir hafa náð stóru landsvæði á sitt vald á tiltölulega skömmum tíma en yfirráðasvæði þeirra hefur nú farið minnkandi eftir sókn Úkraínuhers.

Ófriðurinn í landinu hefur, eins og gefur að skilja, mikil áhrif og hefur meðal annars tafið fyrir rannsókn á tildrögum þess að farþegaflugvél Malaisyan Airlines var skotin niður yfir landinu þann 17.júlí síðastliðinn.

Talið er að um 1500 manns hafi látist í átökum undanfarinna máuða og samkævmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum flýja rúmlega þúsund manns heimili sín daglega í Úkraínu vegna átakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×