Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 09:36 Armand Duplantis er einn af stærstu frjálsíþróttastjörnum heims og virðist duglegur að sinna aðdáendum. Getty/Beata Zawrzel Þegar unga stangarstökkskonan Klaara Kivistö, þá 14 ára gömul, gaf heimsmethafanum Armand Duplantis armband óraði hana ekki fyrir því að hann myndi enn hafa það á úlnliðnum, til heilla, þremur árum síðar. Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Sjá meira
Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Sjá meira