Körfubolti

Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason gengur í öll störf á bóndabænum finnst sum skemmtilegri en margur býst við.
Tryggvi Snær Hlinason gengur í öll störf á bóndabænum finnst sum skemmtilegri en margur býst við. Getty/Massimo Ceretti

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason er maður verka, bæði inn á vellinum og utan hans. Það sést líka vel á svörum hans í myndbandi.

Tryggvi verður í risastóru hlutverki með íslenska karlalandsliðinu á Evrópumótinu sem hefst með leik á móti Ísrael á fimmtudaginn.

Í tilefni af Evrópumótinu, því þriðja í sögu íslenska landsliðsins og því öðru hjá Tryggva, þá fékk Tryggvi það verkefni að raða upp bústörfunum blindandi frá eitt til sex út frá því hvert þeirra er skemmtilegast.

Leiðrétting: Fyrst sögðum við að þetta væri af samfélagsmiðlum KKÍ en það er ekki rétt þótt að KKÍ hafi fengið að deila myndbandinu á sínum miðlum. Þetta var unnið og tekið saman af Ríkissjónvarpinu. 

Tryggvi er frá bænum Svartárkoti í Bárðardal en þetta er efsti bærinn í dalnum og draumastaður fyrir Tryggva og fleiri.

„Alltaf stemmning þar. Paradís,“ sagði Tryggvi.

Tryggvi spilar sem atvinnumaður á Spáni en hann notar sumarfríið til að koma heim í Svartárkot og aðstoða við bústörfin. Tryggvi veit því vel um hvað þau snúast og hefur skoðanir á því hvert þeirra er skemmtilegast.

Hér fyrir neðan má sjá svörin hans Tryggva en það vakti vissulega athygli að hann setti „að moka skít“ í annað sætið.

„Mér finnst það gott,“ sagði Tryggvi og brosti. Ég er ekki frá því að ákveðinn karakter úr kvikmyndinni Dalalíf hafi komið upp í huga margra þeirra eldri en þar fór Sigurður Sigurjónsson algjörlega á kostum eins og oft áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×