Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2025 17:03 Arne Slot stýrir Liverpool á móti Newcastle á St James´ Park í Newcastle í kvöld. Það má búast við alvöru móttökum hjá stuðningsmönnum heimaliðsins. EPA/ADAM VAUGHAN Newcastle og Liverpool mætast í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í leik sem margir hafa beðið eftir vegna þess sem hefur gengið á milli félaganna í sumar. Alexander Isak, besti leikmaður Newcastle, neitar að spila og er að reyna að komast til Liverpool. Vegna þessa þá mun Isak hvorki spila með Newcastle né með Liverpool þegar liðin mætast á St James´Park í Newcastle í kvöld. Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir og láta Liverpool örugglega heyra það á eftir. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði vel um Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir leikinn en tók það fram að hann vorkenni honum ekki vegna Isaks málsins. „Svona heilt yfir þá hef ég samúð með Eddie Howe af því að hann er frábær manneskja. Hann er alltaf kurteis og það er kannski engin tilviljun að ég hef verið að senda honum skilaboð af því að mér finnst hann vera almennileg og heiðarleg manneskja. Hann er kurteis kollegi,“ sagði Arne Slot við The Independent. Slot has no sympathy for Howe over Alexander Isak saga despite close relationship https://t.co/lEc8Wa1hZs pic.twitter.com/GXcW5TVgiT— The Independent (@Independent) August 25, 2025 Howe þarf að koma inn í tímabilið án síns besta framherja og í fjarveru Isak hefur hann þarft að spila leikmönnum út úr stöðu í fremstu víglínu. „Hins vegar þá hef ég enga samúð með knattspyrnustjóra sem getur notað leikmenn eins og Anthony Gordon, Jacob Murphy, Anthony Elanga og Harvey Barnes. Slíkur stjóri þarf engan samúð enda með svo marga frábæra leikmenn í sínum hóp,“ sagði Slot. „Ég kann samt mjög vel við hann og það kæmi engum á óvart ef hann myndi stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann er góð manneskja og mjög góður knattspyrnustjóri. Hann sýnir öllum öðrum stjórum virðingu og er alltaf rólegur þegar hann stendur á hliðarlínunni,“ sagði Slot. Hollendingurinn segist hafa náð vel saman við Howe á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. „Eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef sent skilaboð til er Eddie Howe. Ég var í sambandi við nokkra aðra þegar ég var í Hollandi en eftir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum þá vorum við Eddie í samband. Ég horfi á hann núna alveg eins og ég gerði í fyrra og ég býst ekki við neinu öðru frá honum en það sem hann sýndi mér þá. Samband mitt og hans hefur ekkert breyst eins og ég sé hlutina,“ sagði Slot. Leikur Newcastle United og Liverpoool hefst klukkan 19.00 en útsendingin á Sýn Sport hefst klukkan 18.30 eða hálftíma fyrir leik. Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
Vegna þessa þá mun Isak hvorki spila með Newcastle né með Liverpool þegar liðin mætast á St James´Park í Newcastle í kvöld. Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir og láta Liverpool örugglega heyra það á eftir. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði vel um Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir leikinn en tók það fram að hann vorkenni honum ekki vegna Isaks málsins. „Svona heilt yfir þá hef ég samúð með Eddie Howe af því að hann er frábær manneskja. Hann er alltaf kurteis og það er kannski engin tilviljun að ég hef verið að senda honum skilaboð af því að mér finnst hann vera almennileg og heiðarleg manneskja. Hann er kurteis kollegi,“ sagði Arne Slot við The Independent. Slot has no sympathy for Howe over Alexander Isak saga despite close relationship https://t.co/lEc8Wa1hZs pic.twitter.com/GXcW5TVgiT— The Independent (@Independent) August 25, 2025 Howe þarf að koma inn í tímabilið án síns besta framherja og í fjarveru Isak hefur hann þarft að spila leikmönnum út úr stöðu í fremstu víglínu. „Hins vegar þá hef ég enga samúð með knattspyrnustjóra sem getur notað leikmenn eins og Anthony Gordon, Jacob Murphy, Anthony Elanga og Harvey Barnes. Slíkur stjóri þarf engan samúð enda með svo marga frábæra leikmenn í sínum hóp,“ sagði Slot. „Ég kann samt mjög vel við hann og það kæmi engum á óvart ef hann myndi stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann er góð manneskja og mjög góður knattspyrnustjóri. Hann sýnir öllum öðrum stjórum virðingu og er alltaf rólegur þegar hann stendur á hliðarlínunni,“ sagði Slot. Hollendingurinn segist hafa náð vel saman við Howe á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. „Eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef sent skilaboð til er Eddie Howe. Ég var í sambandi við nokkra aðra þegar ég var í Hollandi en eftir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum þá vorum við Eddie í samband. Ég horfi á hann núna alveg eins og ég gerði í fyrra og ég býst ekki við neinu öðru frá honum en það sem hann sýndi mér þá. Samband mitt og hans hefur ekkert breyst eins og ég sé hlutina,“ sagði Slot. Leikur Newcastle United og Liverpoool hefst klukkan 19.00 en útsendingin á Sýn Sport hefst klukkan 18.30 eða hálftíma fyrir leik.
Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira