Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 22:31 Arsenal ætlar að passa vel upp á Max Dowman og sjá til þess að þetta undrabarn verði að alvöru leikmanni. EPA/ANDY RAIN Max Dowman er nógu gamall til að spila í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal þarf aftur á móti að passa sérstaklega upp á þennan fimmtán ára strák utan vallar. Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt. Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt.
Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira