Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 22:31 Arsenal ætlar að passa vel upp á Max Dowman og sjá til þess að þetta undrabarn verði að alvöru leikmanni. EPA/ANDY RAIN Max Dowman er nógu gamall til að spila í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal þarf aftur á móti að passa sérstaklega upp á þennan fimmtán ára strák utan vallar. Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt. Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt.
Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira