Enski boltinn

Spjaldtölvur bannaðar á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Áhorfendur á heimaleikjum Manchester United á komandi tímabili mega ekki mæta á leikinn með spjaldtölvur eða önnur samskonar tæki en þetta kemur fram í staðarblaðinu Manchester Evening News.

Stuðningsmenn Manchester United fengu tölvupóst frá félaginu á dögunum þar sem þeim var tjáð það að raftæki sem eru stærri en 150mm x 100mm séu ekki lengur leyfileg á leikvanginum.

Aðalástæðan fyrir þessu er að áhorfendur voru margir uppvísir að því að nota spjaldtölvurnar til þess að taka upp stóra hluta af leikjunum.

Manchester United mætir Valencia í kvöld í æfingaleik sem er ekki bara síðasti æfingaleikur liðsins fyrir tímabilið heldur einnig fyrsti leikur liðsins á Old Trafford undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Louis van Gaal.

Manchester United fær síðan Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn í hádeginu á laugardaginn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×