Erlent

Danskar vindmyllur setja heimsmet

Atli Ísleifsson skrifar
Staðsetning vindmyllanna er ástæða mikillar framleiðslu.
Staðsetning vindmyllanna er ástæða mikillar framleiðslu. Vísir/Getty
Fjórar vindmyllur undan vesturströnd Jótlands slógu heimsmet um helgina þegar heildarframleiðsla þeirra fór yfir 100 milljón kílóvattstundir.

Í frétt The Local segir að vindmyllurnar séu þær fyrstu í heiminum til að framleiða svo mikla raforku. Vindmyllurnar eru með túrbínur af gerðinni Siemens 2,3 MW og eru staðsettar á Harboeyri á Jótlandi.

Rasmus Windfeld, talsmaður Siemens í Danmörku, segir heimsmetið sýna fram á þá gríðarlegu möguleika sem felast í vindorku. Segir hann staðsetningu vindmyllanna ástæðu fyrir mikilli framleiðslu.

Vindmyllunum á Harboeyri var komið upp árið 2003. Í fréttinni segir að rúmlega 33 prósent raforkunotkunar Dana sé knúin af vindorku og er hlutfallið hvergi stærra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×