Fótbolti

Martino stýrir Messi og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martino er tekinn við argentínska landsliðinu.
Martino er tekinn við argentínska landsliðinu. Vísir/Getty
Gerardo „Tata“ Martino hefur verið ráðinn næsti landsliðsþjálfari Argentínu.

Martino tekur við starfinu af Alejandro Sabella sem hætti eftir HM í Brasilíu, þar sem Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn. Þeir urðu hins vegar gera sér silfrið að góðu eftir 1-0 tap gegn Þjóðverjum í framlengdum leik.

Martino stýrði Barcelona á síðustu leiktíð, en hann hætti störfum eftir að hafa mistekist að ná stórum titli í hús.

Hann er ekki ókunnugur landsliðsþjálfun, en hann stjórnaði Paragvæ á árunum 2006-2011. Martino kom paragvæska liðinu í átta-liða úrslit á HM 2010 og í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar ári seinna.


Tengdar fréttir

Martino hættur með Barcelona

Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins.

Martino: Verðskulda ekki annað tækifæri

Titilvonir Barcelona fuku svo gott sem út um gluggann eftir 2-2 jafntefli gegn Getafe í gær. Börsungar náðu forystunni í tvígang, en fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Spjótin beinast nú að þjálfaranum Gerardo Martino sem tók við Barcelona síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×