Fótbolti

Martino líklegastur til að taka við Argentínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martino er líklegastur til að stýra Messi, Di Maria, Aguero og félögum næstu árin.
Martino er líklegastur til að stýra Messi, Di Maria, Aguero og félögum næstu árin. Vísir/Getty
Forseti argentínska knattspyrnusambandsins (AFA), Luis Segura, hefur staðfest að Gerardo „Tata“ Martino sé fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara Argentínu.

Argentína hefur verið án þjálfara eftir að Alejandro Sabella lét af störfum eftir HM í Brasilíu, þar sem Argentínumenn töpuðu í úrslitum fyrir Þjóðverjum.

„Planið er að ráða Martino - plan B er ekki til,“ sagði Segura sem bætti því við að Julio Grondona, forveri hans á forsetastóli AFA, hefði haft samband við Martino áður en hann lést í lok júlí.

Martino, sem hætti sem þjálfari Barcelona eftir síðasta tímabil, er ekki óvanur landsliðsþjálfun, en hann stýrði Paragvæ á árunum 2006-2011. Undir hans stjórn komst Paragvæ í átta-liða úrslit á HM 2010 og í úrslit Suður-Ameríkukeppninnar árið eftir.

Martino lék einn landsleik fyrir Argentínu, árið 1991. Hann spilaði stærstan hluta ferilsins með Newell's Old Boys í heimalandinu.


Tengdar fréttir

Sabella: Leikmennirnir eru þreyttir

Þjálfari argentínska landsliðsins óttast að þreyta gæti orðið Argentínumönnum að falli í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins.

Mourinho kennir Sabella um tapið

Ákvörðun Alejandro Sabella að taka Ezequiel Lavezzi af velli í hálfleik í leik Þýskalands og Argentínu í gær kom Jose Mourinho, knattspyrnuþjálfari Chelsea, gríðarlega á óvart.

Martino hættur með Barcelona

Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins.

Martino: Verðskulda ekki annað tækifæri

Titilvonir Barcelona fuku svo gott sem út um gluggann eftir 2-2 jafntefli gegn Getafe í gær. Börsungar náðu forystunni í tvígang, en fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Spjótin beinast nú að þjálfaranum Gerardo Martino sem tók við Barcelona síðasta sumar.

Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur

Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær.

Sabella: Spiluðum frábærlega á HM

"Þetta eru svo jafnir leikir og ef þú gerir mistök, þá veistu að það er erfitt að leiðrétta þau," sagði Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, eftir tapið gegn Þýskalandi í úrslitaleik HM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×