Enski boltinn

Martínez: Enska úrvalsdeildin er einstök

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roberto Martínez gerði frábæra hluti með Everton á sinni fyrstu leiktíð á Goodison Park.
Roberto Martínez gerði frábæra hluti með Everton á sinni fyrstu leiktíð á Goodison Park. vísir/getty
Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, segir að það verði enn erfiðara að reyna að ná einu af efstu fjóru sætunum í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Martínez skilaði Everton í fimmta sæti á sinni fyrstu leiktíð og náði 72 stigum sem var besti árangur liðsins í 27 ár.

Hann er búinn að styrkja hópinn fyrir átökin í vetur, en Everton hefur leik á móti nýliðum Leicester um helgina.

„Enska úrvalsdeildin er erfið, en af réttum ástæðum. Þess vegna er þetta besta deildin í heiminum,“ segir Martínez í viðtali við Sky Sports.

„Á síðustu leiktíð voru 72 stig ekki nóg til að enda á meðal fjögurra efstu liðanna, en í mörg ár á undan því hefði það verið nóg. Á hverju ári verður munurinn minni og það er gaman að sjá önnur lið kaupa leikmenn og verða sterkari.“

„Ár eftir ár sjáum við sterkari deild og meiri samkeppni. Það er það sem gerir ensku úrvalsdeildina einstaka,“ segir Roberto Martínez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×