Enski boltinn

Poyet fær fyrrum lærisvein frá Brighton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Will Buckley (t.h.) verður að öllum líkindum nýjasti liðsmaður Sunderland.
Will Buckley (t.h.) verður að öllum líkindum nýjasti liðsmaður Sunderland. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Brighton samþykkt 2,5 milljóna punda tilboð Sunderland í kantmanninn Will Buckley. Hann mun gangast undir læknisskoðun seinna í dag.

Buckley þekkir vel til Gus Poyet, knattspyrnustjóra Sunderland, en hann lék undir stjórn Úrúgvæans hjá Brighton.

Buckley, sem er 24 ára, var keyptur til Brighton 2011 á eina milljón punda. Hann lék 107 leiki með Brighton og skoraði 19 mörk.


Tengdar fréttir

Rodwell á leið til Sunderland

Englandsmeistarar Manchester City hafa samþykkt kauptilboð Sunderland í enska miðjumanninn Jack Rodwell. Kaupverðið er sagt vera yfir 10 milljónir punda.

Sunderland á eftir Williams

Sunderland lagði fram tilboð í Ashley Williams, fyrirliða Swansea, í gærkvöldi samkvæmt fréttastofu Sky. Williams á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×