Enski boltinn

Kompany framlengir hjá City

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tveir góðir.
Tveir góðir. Vísir/Getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við félagið. Allt frá því að Kompany gekk til liðs við City árið 2008 hefur hann verið sem klettur í liði ensku meistaranna.

Kompany sem gekk til liðs við City þegar hann var aðeins 22 árs gamall frá Hamburger SV í Þýskalandi er fyrirliði Manchester City og belgíska landsliðsins og þykir meðal bestu varnarmanna heimsins.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri undanfarin sex ár en ævintýrið er rétt að byrja. Liðið er sterkara en nokkrum sinnum fyrr og allir leikmennirnir eru hungraðir í meira.“ sagði Kompany.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×