Erlent

Barn fannst í ruslatunnu í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Lögreglan í Connecticut í Bandaríkjunum rannsakar nú andlát barns sem fannst í ruslatunnu. Barnið fannast á þriðjudaginn fyrir utan heimili átján ára konu.

Lögregluþjónar fóru á heimili konunnar eftir að læknir sem rannsakaði hana nýverið hafði samband við þá. Sá hafði tekið eftir því að hún bæri merki þess að hafa fætt barn, án þess þó að vera með barn.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögreglan ekki veitt upplýsingar um hve gamalt barnið var, né hvort einhver hafi verið handtekinn. Lík barnsins var fært til krufningar svo hægt væri að komast að dánarorsök þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×