Erlent

Bjargaði lífi sínu með því að keyra yfir á rauðu

Atli Ísleifsson skrifar
Konan faðmaði lögregluþjóninn undir eins eftir að hann bjargaði lífi hennar.
Konan faðmaði lögregluþjóninn undir eins eftir að hann bjargaði lífi hennar.
Bandarískur lögreglumaður bjargaði nýverið lífi konu eftir að hafa stöðvað hana fyrir að keyra yfir á rauðu ljósi í Michigan-ríki. Atvikið náðist á myndband þar sem sést hvernig lögreglumaðurinn bregst við þegar pylsa hefur fests í hálsi konunnar og hún nær ekki andanum.

„Hún keyrði yfir á rauðu og ég hafði í raun ekki hugsað um að sekta hana, en ég hefði verið slæmur lögregluþjónn ef ég hefði ekki einu sinni stöðvað hana,“ sagði Jason Gates í samtali við foxnewsinsider.com.

Á myndbandinu sést hvernig Gates bregst hratt við þegar hann tekur eftir að hún á í vandræðum með andardrátt og ber hana með höndinni milli herðarblaðanna. Það dugar hins vegar ekki til svo hann hjálpar konunni úr bílnum og beitir Heimlich-takinu með góðum árangri. „Hún faðmað mig undir eins. Ég átti nú ekki endilega von á því,“ segir Gates.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×