Erlent

Ebólufaraldurinn mun alvarlegri en talið hefur verið

Heilbrigðisstarfsmenn í Gíneu fræða fólk um ebóluveiruna.
Heilbrigðisstarfsmenn í Gíneu fræða fólk um ebóluveiruna. Vísir/AP
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að ebólufaraldurinn sem geisað hefur í vestur Afríku síðustu mánuði sé mun alvarlegri en haldið hafi verið. Eittþúsund og sjötíu manns hafa nú látist frá þaí smitið blossaði upp og segja talsmenn stofnunarinnar að grípa verði til umfangsmikilla aðgerða þegar í stað til þess að stemma stigu við útbreiðslunni.

Þó er ekki talið ráð að loka á flugumferð til þeirra landa sem ebólan geisar nú enda smitast sjúkdómurinn ekki í gegnum öndunarfærin. Helsti þröskuldurinn í baráttunni við úbreiðslu sjúkdómsins er fáfræði og vanþekking á eðli smitsins.

Í Nígeríu hafa fjölmargir til dæmis verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir eftir að sá kvittur kom upp að gott væri að drekka mikið magn saltvatns til að koma í veg fyrir smit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×