Fótbolti

Conte tekur við Ítalíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antonio Conte náði frábærum árangri með Juventus.
Antonio Conte náði frábærum árangri með Juventus. Vísir/Getty
Antonio Conte verður næsti landsliðsþjálfari Ítalíu. Hann gerir tveggja ára samning við ítalska knattspyrnusambandið. Conte tekur við starfinu af Cesare Prandelli sem sagði af sér eftir að Ítalía féll úr leik í riðlakeppninni á HM í Brasilíu í sumar.

Conte hætti skyndilega sem þjálfari Juventus fyrr í sumar eftir að hafa gert liðið að Ítalíumeisturum þrjú síðustu tímabil. Juventus vann ítölsku deildina með yfirburðum á síðustu leiktíð, en liðið fékk þá 102 stig og setti stigamet.

Conte hefur einnig stjórnað Arezzo, Bari, Atalanta og Siena á þjálfaraferlinum sem hófst árið 2006.

Conte lék á sínum tíma 20 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði tvö mörk. Hann var í silfurliði Ítala á EM 2000.

Ítalía mætir Hollandi í vináttulandsleik 3. september í fyrsta leik liðsins undir stjórn Conte. Sex dögum síðar mætir ítalska liðið því norska í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016.


Tengdar fréttir

Juventus ítalskur meistari

Juventus varð Ítalíumeistari þriðja árið í röð, án þess þó að hafa leikið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×