Erlent

Brýst inn og sleppir því að sturta niður

Atli Ísleifsson skrifar
Málið hefur skiljanlega vakið mikinn óhug meðal leigjanda í húsinu í Mariestad.
Málið hefur skiljanlega vakið mikinn óhug meðal leigjanda í húsinu í Mariestad. Vísir/Getty
Leigjendur í fjölbýlishúsi í sænska bænum Mariestad við Vänern-vatn eru margir slegnir óhug eftir að maður eða menn hafa brotist inn í íbúðir þeirra, nýtt sér salernið og sleppt því að sturta niður.

„Það er einhver sem fer inn í íbúðina þegar maður er ekki heima, kúkar, og fer svo í burtu,“ segir leigjandinn Markus Andersson í samtali við GT.

Fjöldi fórnarlamba hafa nú skipt um lás og hafa sloppið við að fá frekari heimsóknir frá brotamanninum.

Emmeli Johansson, annar leigjandi, segist hafa tilkynnt lögreglu um málið en að til að byrja með hafi lögregla ekki tekið málið alvarlega. Nú hefur lögregla hins vegar beðið um frekari upplýsingar um salernisheimsóknirnar.

Talið er að maðurinn hafi komist yfir masterlykil, en félagið sem leigir út íbúðirnar hyggst nú skipta út öllu lyklakerfinu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×