Fótbolti

Albert skoraði gegn Real Madrid

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Mynd/sc-heerenveen.nl
Albert Guðmundsson skoraði glæsilegt mark í 2-1 sigri Heerenveen á unglingaliði Real Madrid á Otten Cup sem haldið er í Hollandi þessa dagana.

Albert sem gekk til liðs við Heerenveen fyrir rúmlega ári síðan skoraði fyrsta mark leiksins en markið var í glæsilegri kantinum. Albert lék á á þrjá leikmenn Real Madrid áður en hann lyfti boltanum yfir markmanninn.

Tarik Kada bætti við öðru marki fyrir Heerenveen áður en Dorian Babunski minnkaði muninn fyrir Real.

Albert og félagar mæta Liverpool og AZ Alkmaar á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×