Fótbolti

Sara Björk maður leiksins í sigri Rosengård

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk.
Sara Björk. Vísir/Getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í FC Rosengård unnu einn leikinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Rosengård vann Piteå á útivelli, 2-3.

Elin Johansson kom Piteå yfir eftir sex mínútna leik, en þá hrökk Rosengård liðið í gang. Anja Mittag skoraði tvö mörk og brasilíski snillingurinn Marta bætti einu við og staðan 1-3 í hálfleik.

Clara Markstedt minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok, en nær komst Piteå ekki og enn einn sigurinn í höfn hjá Söru Björk og félögum.

Sara Björk spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rosengård sem er í efsta sætinu með þriggja stiga forystu á Örebro sem er í öðru sætinu. Sara Björk var svo eftir leikinn valin maður leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×