Erlent

Bandaríkjamenn tóku þátt í loftárásum á hersveitir í Írak

visir/getty
Bandaríkjamenn tóku þátt í loftárásum á hersveitir íslamska ríkisins í norðurhluta Íraks í dag. 80 Jasídar voru myrtir á grimmilegan hátt í gærkvöldi.

Loftárásirnar í dag eru þær viðamestu hingað til í baráttunni við öfgahersveitir íslamska ríkisins.

Talið er að ellefu öfgamenn IS hafi fallið í árásunum sem gerðar voru skammt frá borginni Monsúl í norðurhluta Íraks.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bandaríkjaher hafi tekið þátt í árásinni og aðstoðað hersveitir Kúrda og Íraks. Árásin var gerð við vatnaflsstíflu sem öfgasveitir íslamska ríkisins náðu á sitt vald þann sjöunda ágúst síðastliðin.

Samkvæmt heimildum CNN mun aðgerð Bandaríkjahers og hersveita Íraks hafi verið þaulskipulögð og að hernaðarlega mikilvægt væri að endurheimta stífluna úr höndum öfgamanna.Ekki er talið að loftárásirnar tengist því að 80 jasídar voru teknir af lífi í þorpinu Kochu í gærkvöldi.

Samkvæmt heimildum BBC voru mennirnir drepnir eftir að þeir neituðu að taka upp íslamska trú. Konum og börnum var einnig rænt. Um ein og hálf milljón manna eru á flótta undan vígasveitum íslamista í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×