Innlent

Stúlka vaknaði í strætisvagni í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinn allmörgum útköllum í nótt en sem betur fer voru fá þeirra mjög alvarleg.

Rétt eftir miðnætti hringdi áhyggjufullur faðir þar sem dóttir hans hafði farið í strætó á Hlemmtorgi en sofnað. Hún vaknaði svo rúmlega eitt leitið um nóttina og var læst inni í strætó. Hún var aðstoðuð úr strætónum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni. 

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp en í báðum tilvikum fóru þeir sem ollu óhöppunum burt af vettvangi. Í öðru málinu er ökumanns enn leitað en í hinu elti tjónþoli ökumann og vísaði lögreglu á hann. Tjónvaldur bar fyrir sig að hann hefði ekki tekið eftir óhappinu. Bæði málin voru minniháttar.

Skemmtistað var lokað á svæði lögreglustöðvar 5 þar sem staðurinn uppfyllti ekki skilyrði rekstarleyfis. 

Tvö fíkniefnamál komu upp í Hafnarfirði. Bæði voru þau minniháttar og voru afgreidd á staðnum.

Nokkuð var um tilkynningar vegna ölvaðra einstaklinga. Einn þáði gistingu en annar var vistaður vegna þess að hann æstist og veifaði borðhníf í kringum sig þegar rætt var við hann.

Aðrir sem voru tilkynntir voru ýmist farnir eða málið þess eðlist að hægt var að aðstoða þá heim.

Þrír voru stöðvaðir þar sem þeir óku undir áhrifum áfengis, einn var jafnframt undir áhrifum fíkniefna. Einn var svo stöðvaður til viðbótar þar sem hann var bara undir áhrifum fíkniefna. Sá sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna var jafnframt réttindalaus en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×