Fótbolti

Motta skallaður eftir leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Motta í leik með PSG.
Motta í leik með PSG. Vísir/Getty
Það var heldur betur hiti í mönnum eftir leik PSG og Bastia í gær, en PSG vann leikinn 2-0.

Lucas Moura og Edinson Cavani skoruðu mörk PSG, en eftir leik sauð allt uppúr.

Brandao, framherji Bastia, átti þá eitthvað vantalað við Thiago Motta, varnarmann PSG, og það endaði með því að Brandao skallaði Motta.

Motta brást skiljanlega illa við og reyndi að elta Brandao uppi, en Brandao virðist hafa komist undan.

Forseti PSG, Nasser al-Khelaifi, sagði í viðtali við Canal + eftir leikinn að hann vildi banna Brandao frá fótboltanum til lífstíðar.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan sem og mynd af Motta alblóðugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×