Innlent

Mælibúnaði komið fyrir á Bárðarbungu

Bjarki Ármannsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mennina á jökulinn í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mennina á jökulinn í dag. Vísir/Sigurjón
Hópur vísindamanna er um þessar mundir staddur á Bárðarbungu til að kanna frekar líkurnar á því að eldgos hefjist undir Vatnajökli. Teymið hefur með sér vefmyndavél og annan mælibúnað sem á að koma fyrir á jöklinum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þá þangað rétt eftir fjögur í dag og stendur til að flytja mennina aftur í höfuðborgina um klukkan níu. 

Áfram er í gildi óvissustig vegna hræringa við Bárðarbungu og sagði Jarðskjálftavá Veðurstofu Íslands í dag að ekki sé talið ólíklegt að gos muni hefjast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×