Fótbolti

Langþráður sigur hjá IFK Gautaborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjálmar í leik með Gautaborg
Hjálmar í leik með Gautaborg Vísir/AFP
Hjálmar Jónsson spilaði allan leikinn í 2-0 sigri Gautaborgar á Brommapojkarna.

Gustav Engvall kom Gautaborgarliðinu yfir á fjórðu mínútu leiksins og Lasse Vibe tvöfaldaði forystuna í byrjun síðari hálfleiks. Kenneth Zohore skoraði svo þriðja og síðasta markið fimm mínútum fyrir leikslok.  

Sigurinn í dag var fyrsti sigur Gautaborgar síðan um miðjan júlímánuð og þeir hafa einungis fengið tvö stig í síðustu fjórum leikjum.

Ekki hefur þeim vegnað vel að halda hreinu, en þeir náðu að halda hreinu í dag í fyrsta skipti í níu leikjum. Þeir eru þó í fimmta sæti með 31 stig.

Kristinn Jónsson lék ekki með Brommapojkarna vegna nárameiðsla, en Brommapojkarna er í síðasta sæti deildarinnar, ellefu stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×