Fótbolti

Íslendingar í eldlínunni í norska boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Vísir/AM
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í norska boltanum í dag, en enginn af þeim spilaði í sigurleik.

Nafnarnir, Hannes Þór Halldórsson og Hannes Þ. Sigurðsson, voru í byrjunarliðinu hjá Sandnes Ulf sem gerði jafntefli við Bodo/Glimt. Hannes Sigurðsson fór af velli þegar átta mínútur voru eftir og Bodo/Glimt skoraði jöfnunarmarkið á 84. mínútu.

Sandnes er enn á botninum, en Brann vann sinn leik í dag, en þeir unnu Rosenborg 3-1. Hólmar Örn Eyjólfsson sat allan tímann á tréverkinu hjá Rosenborg og sömu segja má segja af Birki Má Sævarssyni hjá Brann.

Guðmundur Þórarinsson og félagar töpuðu 0-2 gegn toppliði Molde á heimavelli. Guðmundur spilaði allan leikinn fyrir Sarpsborg, en Sarpsborg er í áttunda sæti af sextán liðum. Molde er með sex stiga forystu á toppnum.

Lilleström vann Vålerenga 2-1, en Pálmi Rafn Pálmason kom inná sem varamaður síðasta hálftímann. Markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson var í leikbanni hjá Vålerenga.

Öll úrslit dagsins:

Bodo/Glimt - Sandnes 1-1

Brann - Rosenborg 3-1

Sarpsborg - Molde 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×