Fótbolti

Ragnar og félagar héldu hreinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leik með FC Krasnodar.
Ragnar í leik með FC Krasnodar. Vísir/Getty
Ragnar Sigurðsson og félagar í vörn FC Krasnodar héldu hreinu í kvöld þegar liðið vann FK Rostov.

Joaozinho kom Krasnodar yfir í fyrri hálfleik og Odil Akhmedov tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik. Þannig urðu lokatölur.

Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn í vörn Krasnodar, en þeir hafa einungis fengið á sig eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum. Þeir eru í fimmta sætinu með átta stig.


Tengdar fréttir

Jafnt í Íslendingaslag í Rússlandi

FC Ural og FC Krasnodar skildu jöfn með einu marki gegn einu í Íslendingaslag í 2. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×