„Selfie“ sjúkur hermaður gæti hafa sannað að rússneski herinn sé í Úkraínu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. ágúst 2014 11:02 Þessi sjálfsmynd gæti dregið dilk á eftir sér. Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin: MH17 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin:
MH17 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira