Erlent

Ísraelskir fjölmiðlar segja frá særðri uglu

Atli Ísleifsson skrifar
Uglan fær nú fyrsta flokks aðhlynningu á ísraelskum dýraspítala.
Uglan fær nú fyrsta flokks aðhlynningu á ísraelskum dýraspítala. Vísir/Getty
Ísraelskir fjölmiðar hafa sagt frá uglu sem jafnar sig nú eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum úr einni eldflaugaárás Hamas-liða. Í grein Times of Israel er sagt frá því að það séu ekki einungis menn sem hafa orðið illa úti í árásum síðustu vikna, heldur einnig dýr.

Uglan særðist fyrir tveimur vikum í bænum Nirim, nærri landamærunum að Gasa. Á vef Times of Israel segir Ísraelinn Ben Itay frá því að hann hafi fundið ugluna og farið með hana á dýraspítala í bænum Ramat Gan um leið og árásum Hamas-liða linnti um stund. Þar hafi uglan fengið aðhlynningu síðan. Á uglan að hafa misst sjón á hægra auga, fengið sprengjubrot í höfuðið, auk þess að goggurinn hafi brotnað.

Dýralæknar segjast vonast til að uglan geti snúið aftur í sín náttúrulegu heimkynni áður en langt um líður.

Um 1.400 Palestínumenn, flestir óbreyttir borgarar, og um sextíu Ísraelsmenn hafa nú fallið í loft- og eldflaugaárásum síðustu vikna á Gasa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×