Enski boltinn

Tottenham fær varnarmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dier á æfingu enska U-21 árs landsliðsins.
Dier á æfingu enska U-21 árs landsliðsins. Vísir/Getty
Tottenham hefur fest kaup á enska varnarmanninum Eric Dier frá Sporting Lissabon. Hann gerir fimm ára samning við Lundúnaliðið.

Talið er að Spurs greiði fjórar milljónir punda fyrir Dier sem hefur leikið með yngri landsliðum Englands.

Dier er fæddur í England en fluttist tíu ára gamall ásamt fjölskyldu sinni til Portúgals.

Hann var í unglingaakademíu Sporting og lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins í nóvember 2012.

Dier lék alls 30 leiki fyrir Sporting og skoraði eitt mark.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Spurs í sumar, á eftir Ben Davies og Michel Vorm.


Tengdar fréttir

Schneiderlin og Rodriguez orðaðir við Tottenham

Samkvæmt Press Association Sport er Tottenham í viðræðum við Southampton um kaupa á franska miðjumanninum Morgan Schneiderlin og enska sóknarmanninum Jay Rodriguez. Félagið hefur þegar selt sex sterka leikmenn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×