Enski boltinn

Lampard til Englandsmeistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lampard eftir leik Englands og Kosta Ríku á HM í Brasilíu.
Lampard eftir leik Englands og Kosta Ríku á HM í Brasilíu. Vísir/Getty
Frank Lampard mun leika sem lánsmaður með Englandsmeisturum Manchester City næstu sex mánuðina. Þetta staðfesti Manuel Pellegrini, þjálfari City, eftir leik liðsins gegn Olympiacos í kvöld.

Fyrr í sumar gerði Lampard tveggja ára samning við New York City FC, nýtt félag sem er í eigu Manchester City og New York Yankees.

Tímabilið í bandarísku MLS deildinni hefst hins vegar ekki fyrr en í mars á næsta ári og því hafa nokkrir leikmanna New York City verið lánaðir til annarra liða.

Meðal þeirra er spænski framherjinn David Villa. Hann var lánaður til Melbourne City, systurfélags New York City, en talið var að Lampard myndi fylgja honum til Ástralíu. Nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum.

Lampard lék með Chelsea um 13 ára skeið (2001-2014), en á þeim tíma varð hann m.a. Englandsmeistari í þrígang, fjórum sinnum bikarmeistari, auk þess sem miðjumaðurinn vann Meistaradeild Evrópu með Lundúnaliðinu vorið 2012.

Manchester City og Chelsea mætast þann 21. september næstkomandi, en áhugavert verður að sjá hvort Lampard taki þátt í leiknum.


Tengdar fréttir

Lampard á leiðinni til Manchester City

Breski miðillinn Guardian greinir frá því í kvöld að Frank Lampard, fyrrum leikmaður Chelsea sé á leiðinni til Manchester City á lánssamning frá New York City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×