Erlent

Handtekinn eftir að Google fann barnaklám á Gmail

ingvar haraldsson skrifar
Google hefur skorið upp herör gegn barnklámi.
Google hefur skorið upp herör gegn barnklámi. vísir/getty
John Henry Skillern, fjörutíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður frá Houston í Texas, var handtekinn í síðustu viku eftir að Google skannaði Gmail í leit að barnaklámi. Skillern sendi myndir af stúlku undir lögaldri sem hugbúnaður fyrirtækisins greindi sem barnaklám. Myndirnar voru afhentar lögreglunni í Houston samkvæmt frétt PC Magazine.

Lögregla handtók manninn og fann meira magn barnakláms í síma og spjaldtölvu Skillern. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnakláms.

John Henry Skillern
Skillern hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot. Hann vinnur nú sem kokkur á veitingastaðnum Denny‘s en talið er að hann hafi tekið myndir af börnum sem heimsóttu veitingastaðinn með símanum sínum.

Á síðasta ári gaf Google út að kveðin yrði upp herör gegn dreifingu barnakláms í gegnum leitarvélar sínar. Stofnaður yrði sameiginlegur gagnagrunnur sem myndi gera samtök og stofnanunum auðveldara fyrir að tilkynna og fjarlæga myndir sem flokkast sem barnaklám af netinu.

Samkvæmt Google greinir gagnagrunnurinn myndirnar með því að brjóta þá niður í smærri einingar. Þannig má greina ákveðna hluta myndarinnar óháð því gerð myndarinnar eða upplausnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×