Erlent

Salmond og Darling tókust á í kappræðum

Atli Ísleifsson skrifar
Skotar kjósa um sjálfstæði þann 18. september næstkomandi.
Skotar kjósa um sjálfstæði þann 18. september næstkomandi. Vísir/AFP
Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, og Alistair Darling, leiðtogi sambandssinna og fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, tókust á í sjónvarpskappræðum í kvöldi vegna komandi atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands sem fram fer 18. september næstkomandi.

Á vef BBC segir að hiti hafi verið í leiðtogum fylkinganna á köflum, en kappræðurnar fóru fram í sjónvarpssal fyrir framan 350 áhorfendur.

Salmond sagði stjórnmálaflokka sem Skotar kusu ekki stjórna Skotlandi frá London. Sagði hann mjög fáa efast um að Skotland gæti blómstrað sem sjálfstætt ríki.

Salmond lagði áherslu á að 49 af þeim 71 löndum sem þátt tóku á samveldisleikunum væru að sömu stærð og Skotland eða minni. Þrátt fyrir það væru þúsundir breskra barna háð matvælaaðstoð á meðan breska ríkisstjórnin eyðir ógrynni fjár í kjarnorkuvopn og fleira.

Darling lagði hins vegar áherslu á að sjálfstæðissinnum hefði mistekist að svara nokkrum lykilspurningum.

Skoðanakannanir benda til þess að Skotar muni hafna sjálfstæði, þó að nokkuð virðist hafa minnkað bilið milli fylkinganna að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×