Erlent

Hæstsetti bandaríski hermaðurinn sem fellur frá því í Víetnam

Harold Greene.
Harold Greene.
Bandarískur hershöfðingi var skotinn til bana í herstöð í Afganistan í gær af meðlimi í afganska hernum. Hershöfðinginn Harold Greene er hæstsetti meðlimur Bandaríkjahers sem fellur í átökunum frá því í Víetnam stríðinu.

Greene var í heimsókn í herstöð sem stjórnað er af breska hernum þegar árásin átti sér stað. Forseti landsins, Hamid Karzai segir að árásin hafi verið verk hugleysingja, en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Árásum sem þessum hefur fjölgað mjög í Afganistan á síðustu misserum þar sem uppreisnarmenn koma sínum mönnum að í herliði Afgana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×